Ferðaþjónustufyrirtækið Vaga er staðsett á Ljótarstöðum í Skaftárhreppi.
Þar er rekið sauðfjárbú og heima við er líka að finna hesta, hunda, íslensk hænsni, sérvitran kött og myndarlegan geithafur. Flestir meðlimir þessa hóps hafa afar gaman af gestakomum og því upplagt að heilsa upp á þá í leiðinni, fá að gefa heimalningunum o.fl. skemmtilegt. |