Allir út að gangaFerðaþjónustufyrirtækið Vaga er staðsett á Ljótarstöðum í Skaftárhreppi. Markmið okkar er að ganga með ferðamenn um landið okkar, leyfa þeim að njóta náttúrufegurðarinnar og segja þeim frá svæðinu, landinu, búskapnum og lífinu í sveitinni. Boðið er upp á mislangar gönguferðir með leiðsögn inn með Tungufljóti, með áherslu á fljótið sjálft, gljúfrin og fossana. Hér til hliðar sést Hrossafossinn, ein náttúruperlan á gönguleiðinni. |